verkir í fótum sérstaklega iljar og þar

Góðan dag ég er 53 ára gamall kall en það sem er hrjáir mig eru agalegir verkir í sérstaklega í vinstri fætti fyrir aftan tær og ofan við táberg og stundum er það svo vont að ég get vart gengið, alveg djöfulegt. Hvar get ég leita upplýsinga eða helst lækninga ? Ég gett vart labbað og oft passa ég ekki í skóna mína, kemst hreinlega ekki í þá.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir verkjum eins og þú ert að lýsa.  Ef þú stendur allan daginn við vinnu geta komið fram álagseinkenni í fótum  og þarf þá sérstaklega að vanda að vera í góðum skóm með þykkum og mjúkum sólum og mörgum reynist vel að hafa innlegg í skónum til viðbótar.

Einkenni geta líka merki um gigt eða aðra bólgusjúkdóma og þarf þá meðhöndlunar hjá lækni.

Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá þínum heimilislækni á heilsugæslustöðinni þinni, sem skoðar þig og metur ástæður einkenna.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur