Verkir í fótum

Sæl þetta er þrautarlending að leita til ykkar en ég hef í mörg ár þjáðst af verkjum í fótum og væntanlega hafði ég bara áfram haldið áfram í hljóði ef dóttir mín væri ekki farin að kvarta yfir svipuðum verkjum. Ég hef farið til læknis og þeir yptu öxlum og ekkert var gert. Þetta lýsir sér þannig að í hvíld finn ég fyrir seiðing og stundum vott af dofa en þegar ég stend upp þá er byrja þessir stingandi verkir frá hælum og upp kálfa. Ég á stundum erfitt með gang út af verkjum og haltra ansi oft. Þegar ég fer í æfingar þá eru fyrstu mín mikil kvöl og pína en svo er eins og verkirnir minnki en koma svo þrefaldir daginn eftir og þarf ég ansi oft að taka verkjalyf til að komast í gegnum þá daga.
Með fyrirfram þökk í von um eitthver svör

Sæl

þetta er vandamál sem erfitt er að meta án þess að skoða þig. Ég mæli með því að þú ræðir aftur við heimilislækni og jafnvel gæti veri gott að fá ráðleggingar hjá sjúkraþjálfara

Gangi þér vel