Verkir, blöðrubólga

Góðan, ég er 23 ára kvenmaður.

Seinustu viku hef ég verið að kljást við blöðrubólgu. Ég hélt varla þvagi, mikill stingur við þvaglát og pissandi á korters fresti. Með brjálaðan verk aftan á baki. Ég fór á læknavakt fékk sýklalyf. Ég fékk leiðinlega aukaverkanir af lyfjum og fór ég aftur upp á læknavakt þar sem læknir skoðaði mig þar sem ég var enn með verki og vesen þrátt fyrir 2 daga með sýklalyfjum. Hann þreifar á nýrum og blöðru og kveinka ég mér rosalega aftan á. Hann taldi þetta vera sýking í nýrum, ég send í blóðprufur, þvagprufu og ómskoðun á nýrum.

-Ég fór í ómskoðun og var mér sagt ég væri með mjög heilbrigð nýru. Samt er þessi verkur enn og ég er komin á ný sýklalyf er búin að taka í 2 og hálfan dag. Nú er ég að spá hvað skyldi þetta vera? Verkur leiður niður í bak, voða lítið framan á. og rosalega óþægilegur!
(ég á enn eftir að fá hinar niðurstöðurnar en fær þær eflaust ekki fyrr en eftir helgi)

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina

Það er mjög erfitt að svara því hvað er að hrjá þig nema vita niðurstöður rannsókna hjá þér. Ég ráðlegg þér að reyna að ná sambandi við heimilislækninn þinn til þess að fara yfir þessar niðurstöður. Ef þú ert enn með verki þá er gott að vera vakandi fyrir því að ef verkurinn eykst,  blóð sést í þvagi eða færð hita að leita strax til læknis á læknavakt eða bráðamóttöku.

Gangi þér vel