Verkir

Góðan dag,

Ég er að kljást við slitgigt í hnjám og er yfirleitt með mikla verki. Stundum koma verkir sem helst líkjast því að hníf sé stungið í gegnum hnéð. Alveg gífurlegur sársauki. Þegar það gerist er undarleg tilfinning í höfuðið á mér sem líkist því að ég hafi dottað eitt augnablik. Mikil vellíðan sem fylgir því. Hvað getur þetta verið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Hormónaviðbragð líkamans er flókið fyrirbæri en mögulega er hér um að ræða einhverskonar varnarviðbragð við sársaukanum og að heilinn seyti þá endorfínum sem skapa vellíðunartilfinninguna.  Ræddu þetta endilega við lækninn þinn til að fá betri útskýringu á því hvað sé að gerast og eins til þess að útiloka að eitthvað annað sé á ferðinni.

Gangi þér vel