Verkir

Góðan dag!

Mig langar að fá ráð, èg er pissandi á klukkutíma fresti og er með verki er búin að skila inn þvagprufu sem var engin sýking í. Og er líka búin að fara í skoðun hjá kvennsjúkdómalækni sem sá ekkert. Og er búin að fara til læknis og hann er búin að senda beiðni til þvafæralæknis er bara að bíða eftir að fá tíma, er eitthvað annað hægt að gera?

Virðingarfyllst

Sæl vertu

Það er möguleiki að þú sért að glíma við svo kallaða millivefsblöðrubólgu (e.interstitial cystitis)en það er er sjúkdómur af óþekktum uppruna sem greinist helst hjá konum og er meðalaldur við greiningu 40-45 ára. Einkennin með millivefsblöðrubólgu geta verið breytileg og trufla yfirleitt lífsgæði einstaklinga.Þar sem þessi einkenni líkast yfirleitt einkennum blöðrubólgu þá gætir þú prófað hvort að trönuberjasafi/hylki geti slegið á einkennin og einnig getur þú kynnt þér aðrar fyrirbyggjandi aðferðir gegn blöðrubólgu eins og:

  • Drekka mikið svo að blaðran skolist vel
  • Mikilvægt er að blaðran tæmist alveg við þvaglát
  • Mögulegt er að líkur á blöðrubólgu minnki ef klæðst er hlýjum fötum
  • Þvaglát strax eftir samfarir skola burtu þeim bakteríum sem gætu hafa komist í þvagrásina

Þvagfæralæknir mun geta greint úr þessu hjá þér

Gangi þér vel