Verkir

Góða kvöldið.

Mig vantar smá upplýsingar. Ég er með verki og stundum ekki hjarta megin, mér finnst koma stundum hljóð eins og vatnshljóð svona sull hljóð.

Mér er oft flökurt. Þegar ég fer í ræktina þá finn ég stundum koma sting stundum er það vinsta megin og stundum hægra megin en þó oftast er það vinstra megin svona með síðunni. Ég verð móð mjög fljótt. ég er 37 ára.

Ég veit ekkert hvert ég á að leita.

Getur þú bent mér á hvort ég geti lesið til um svona einkenni ?

Sæl/l

Það er illmögulegt að svara þessu og til þess að komast að því hvað gæti verið að þyrftir þú að fara til læknis sem getur skoðað þig.

Ég mæli með því að þú pantir tíma á heilsugæslunni og fáir ýtarlega skoðun og mat á því hvað geti verið á ferðinni og hvort og þá hvað sé við því að gera.