vélindabakflæði- hósti í 4 mánuði

Hæ, ég er 24 ára ung stelpa. Ég hef verið að berjast við bakflæði síðan ég var 10 ára gömul. Nú í október síðastliðnum fékk ég flensu og hef verið að hósta stanslaust síðan. Ég er búin að prófa fullt af magalyfjum, sýklalyfjum og öðru og ekkert virkar. Ég stunda mikla líkamsrækt og borða fæðu sem inniheldur mikið af próteinum og litla fitu. Drekk ekki ávaxtasafa, ekkert gos nema einstaka á laugardögum. Ég finn að ég hósta meira eftir þungar máltíðir en oft líka á morgnanna áður en ég hef borðað nokkuð. Þetta er gjörsamlega óþolandi bæði fyrir mig og annað fólk að vera í kringum mig. Þegar ég var um 12 ára hóstaði ég svona í heilt sumar en fór svo í magaspeglun og kom í ljós að það var allt að brenna í vélindanu. Hvað er best að gera núna? Las mig til á netinu því ég er orðin svo þreytt á þessu því þessu fylgir millirifjagigt og endalaus pirringur að vera síhóstandi. Hjálp hjálp- hvaða lækni mæliði með? Er búin að fara núna 3x til heimilslæknis, 2x til háls nef og eyrnalæknis og nú seinast til lungnasérfræðings í lungnamyndatöku.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú lýsir þrálátum einkennum sem bakflæðisjúklingar glíma gjarnan við og virðist búin að leita þér aðstoðar og útiloka flest það annað sem gæti verið að spila inní þinn sjúkdóm.  Þú nefnir reyndar ekki astmapúst en þau eru stundum notuð ef bólgurnar eru komnar í lungun eða lungnapípurnar. Eins talar þú ekki um meltingarsérfræðing en hann ætti að vera sá sem best væri að tala við um þinn bakflæðissjúkdóm. Því miður þarftu líklega að beita þolinmæðinni, halda áfram að taka magasýrulyfin, drekka vel af vatni og halda áfram þeim holla lífstíl sem þú hefur tileinkað þér. Mjög líklega væriri þú enn verri af þínum einkennum ef þú gerðir það ekki.

Gangi þér vel