Velgja.

Góðann daginn . Ég hef orðið firir því í nokkrar Vikur að ég fæ Velgjutilfinningu ca 10 mín eftir að hafa Borðað , Þetta stendur mis lengi enn hverfur oftast eftir töluverða stund.
Þetta kemur líka stundum þegar ég er svangur.
Það virðist ekki skifta máli hvað ég borða í þessu sambandi.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur verið margt sem veldur, ein eitt af því getur verið er slappt magaop og að magasýrurnar séu að valda óþægindum. Ég hvet þig til að fara til heimilislæknis, sem getur þá annað hvort gefið þér magasýrulyf eða sent þig áfram til meltingsérfræðings.

Gangi þér vel !