Veldur svitalyktareyðir brjóstakrabbameini?

Spurning:

Sælt veri fólkið!

Fyrir skömmu barst mér tölvupóstur frá Bandaríkjunum þar sem rædd voru tengsl brjóstakrabbameins og notkun svitalyktareyða. Í bréfinu er því haldið fram að "anti-perspirant" eiginleiki svitalyktareyða geti verið krabbameinsvaldandi. Stuttu síðar hélt vinkona mín því fram að hún hafi heyrt talað um að oft væri ál (sem reyndist rétt) í svitalyktareyðum og að það gæti valdið krabbameini. Mér fannst því nokkuð undarlegt að það er næstum
vonlaust að finna svitalyktareyða sem eru ekki "anti-perspirant"
og án áls í hillum stórmarkaða… (ég er ekki paranoid… bara forvitin! 🙂

En þar sem að tíðni brjóstakrabbameins hefur aukist "með siðmenningunni"
þá eru þessi tengsl kannski ekki svo fráleit…?

Því ákvað ég að leita á Medline en fékk ekki nokkurn skapaðan hlut til
baka… kannski þekki ég ekki réttu orðin? Því var ég að vonast
til þess að þið gætuð hjálpað til, fundið einhverjar greinar/rannsóknir
og sett þær upp á heimsíðunni ykkar okkur til fróðleiks (hafa verið
gerðar einhverjar rannsóknir?).

Með fyrirfram þökk – H.

Og hér fylgir bréfið sem ég fékk í tölvupósti frá Bandaríkjunum (í hasarfréttastíl eins og Ameríkaninn er frægur fyrir 🙂

Some time ago, I attended a Breast Cancer Awareness seminar put on by Terry Birk with support from Dan Sullivan.
During the Q&A period, I asked why the most common (and what seemed to be deadliest) area for Breast Cancer was near the arm pit. My question could not be answered at
that time. This email was just sent to me, and I find it interesting that my question has been answered. I challenge you all to re-think your everyday use of a product
that could ultimately lead to a terminal illness. As of today, I will change my use.

Paranoid? I think not.

Precaution? I certainly hope so. A friend forwarded this to me. I showed it to a friend going through chemotherapy and she said she learned this fact in a support group recently.
I wish I had known it 14 years ago.

I just got information from a health seminar that I would like to share.

The leading cause of breast cancer is the use of anti-perspirant.

Yes, ANTI-PERSPIRANT. Most of the products out there are an anti-perspirant/deodorant combination so go home and check your labels.

Deodorant is fine, anti-perspirant is not.

Here's why. The human body has a few areas that it uses to purge toxins, i.e., behind the knees, behind the ears, groin area, and armpits.

The toxins are purged in the form of perspiration. Anti-perspirant, as the name clearly indicates, prevents you from perspiring, thereby inhibiting the body from purging toxins
from below the armpits. These toxins do not just magically disappear.
Instead, the body deposits them in the lymph nodes below the arms since it cannot sweat them out. Nearly all breast cancer tumours occur in the upper outside quadrant of the breast area.

This is precisely where the lymph nodes are located.

Additionally, men are less likely (but not completely exempt) to develop breast cancer prompted by anti-perspirant usage because most of the anti-perspirant product is caught in their hair and is not directly applied to the skin.

Women who apply anti-perspirant right after shaving increase the risk further because shaving causes almost imperceptible nicks in the skin which give the chemicals entrance into the body from the armpit area.

PLEASE pass this along to anyone you care about. Breast Cancer is becoming frighteningly common. This awareness may save lives. If you are sceptical about these findings, I urge you to do some research for yourself. You will arrive at the same conclusions, I assure
you.

Thank you.

Svar:

Mér þykir miður hvað það hefur tekið langan tíma að senda þér svar við fyrirspurn þinni. Ég undrast það ekki að þú hafir ekki fundið neina vitneskju um tengsl milli notkunar á svitalyktareyði og brjóstakrabbameins og því miður get ég lítið sagt þér. Ég hef leitað í vísindatímaritum sem fjalla um þessi mál en ekki tekist að finna neitt sem beint styður þessa kenningu. Nokkrar greinar hafa verið ritaðar um tengsl á milli þess sem kallað er parakeratosis í húð og flokkast sem forstigsbreytingar húðkrabbameina. Talið er að þessar breytingar megi rekja til staðbundinnar notkunar ýmissa efna þar á meðal svitalyktareyðis. Í einni rannsókn var sýnt fram á sambærilegar breytingar í vefjum aðliggjandi brjóstunum en jafnframt tekið skýrt fram að ekki væri sýnt fram á tengsl notkunar á þessum efnum og brjóstakrabbameins. Til þess þyrfti frekari rannsóknir. Ég vona að þú sért sátt við þetta svar í bili, en ef ég rekst á frekari fróðleik um þetta efni, sendi ég þér upplýsingar um málið.

Kveðja,
Sólveig Magnúsdóttir, læknir