vegna kynlif

sæll/sæl mig langar að forvitnast er hægt a fá hjá lækni deyfikrem til að era á limin til að geta verið lengur að stunda kynlif svo maður klárir sig ekki of fljót ….

 

 

Sæll

Takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að ráðleggja um notkun deyfikrems í þessum aðstæðum þar sem slík lyf geta haft aukaverkanir. Það er gott að hafa í huga að það er algengt að tíminn frá stinningu karlmanna að fullnægju er yfirleitt um 3-5 mínútur. Það gæti hjálpað að æfa þol með áreynsluæfingum, eins og t.d hlaupi. Einnig eru ýmsar aðrar æfingar sem geta hjálpað, eins og grindarbotnsæfingar (kegel æfingar), planki og magaæfingar.

Ef þú telur þetta vera vandamál þá ráðlegg ég þér að ráðfæra þig við heimilislækni.

 

 

Gangi þér vel.