Vegna kláða

Góðan dag
Núna er ég búin að vera með rosalegan kláða í um 2 mánuði, og útbrot með þeim. Útbrotin eru svona eins og litlar bólur og áferðin svona hrjúf (chicken skin). Þetta var fyrst á höndunum en hef lagast mikið þar en versnað á fótunun, mest á innanverðum lærunun og aftan a rass siðan lika niður lærin. Það er eins og það sé að kvikna í húðinni á mer þegar mig byrjar að klæja. Þetta er ekki eftir að ég geri eitthvað sérstakt heldur er allan daginn alla daga.
Ég veit ekki alveg hvað ég a að gera lengur ef prófað mörg krem þar a meðal:
Sterakrem (man ekki nafnið)
Locobase
A+d
Sárakrem og ekkert virðist virka.
Með von um eitthver svör fyrirfram þakkir

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Til að greina þessi útbrot og fá viðeigandi meðferð þarftu að fara til læknis sem getur skoðað þig. Ráðlegg þér að fara til þíns heimilislæknis með þetta vandamál.

 

Gangi þér vel