Vefjagigt.

Góðan dag.
Lengi hef ég verið með verk í vinstri fæti og þreytist mikið í fótum. Hef oft verið í erfiðleikum með að sofna vegna verkja í fætinum. Öðru hvoru finn ég dofa eða nálasting í ilinni og hefur sú tilfinning bæst við í vinstri handlegg. Undanfarin 2-3 ár (ef ég man re´tt) hef ég verið með verki í rassvöðvum sem aukast í kvíld.Verkirnir geta verið mismiklir en ég man ekki svo langt aftur að ég hafi verið verklaus í fætinum og nú í rassvöðvunum líka..Ég hélt að þetta væri kanski vöðvabólga og fór til nuddara en þegar hún var að nudda rassvöðvana þá lá við að ég færi að gráta af sársauka. Hún nuddaði einnig fæturnar og það kom mér á óvart hvað fæturnir voru aumir ó ótrúlegurtu stöðum.
Ég hef leitað til heimilislæknis og einnig verið tekin mynd af baki til að útiloka tengsl þaðan. Ég veit að taug niður í fótinn er með lítið rými eins og ver útskýrt fyrir mér, og ef einhverjar bólgur mynduðust þá myndi þrýsta á taugina. Annars hefur ekkert komið út úr heimsóknum mínum til heimilislækna.
Ég var hins vegar að lega einkenni vefjagiktar og ótrúlega margt á við um mína líðan almennt.
Ég spyr. Er möguleiki að vefjagigt geti verið á ferðinni hjá mér.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni vefjagigtar geta verið mjög fjölþætt og bendi ég á vefinn vefjagigt.is þar sem einnig koma fram forsendur fyrir greiningu á vefjagigt. Einkennin þín geta líka átt við sjúkdóma frá taugakerfi,einkum dofinn sem þú nefnir. Þú gætir prufað að leita til taugalæknis með þau einkenni annars til heimilislæknis aftur sem gæti þá skoðað þig frekar.

Gangi þér vel með þetta.