Varta inn í nefi?

Hæhæ.
Fyrir nokkru síðan (sirka 2 mánuðir) var ég búin að vera mikið með sár í nefinu og pirring sem fylgdi því. Stuttu seinna tók ég eftir nabba í annari nösinni, á miðnesinu. Nú hefur hann ekki enn farið og er ég ansi hrædd um að þetta sé varta. Hvað get ég gert í þessu, þarf ég að fara til læknis eða get ég sett vörtueitur á hana?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er mun líklegra að um sé að ræða ofholdgun eða örmyndun eftir sárið. Gefðu þessu tíma til að jafna sig og dragast saman.

Ef það blæðir frá þessu ítrekað eða þetta truflar þig þá skaltu leita læknis en alls ekki setja vörtueitur upp í nefið.

Gangi þér vel