Varðar hjónaband

Góða kvöldið

Mig langaði að athuga, ég er búin að vera i hjónabandi núna i hálft ár. Hefur gengið bara rosalega vel og ekkert mal, nema nú upp a síðkastið hafa verið erfiðleikar, tengdir fjármálum, kynlífi svo eitthvað sé nefnt. Kynhvötin hja konunni er orðin að engu og stundum við nánast aldrei kynlíf, hún spurði mig einnig hvort mér fyndist „rangt“ að maður væri með email sem hinn aðilinn myndi ekki komast inn á, mér brá mikið við það og tók strax fyrir það semsagt að mer fyndist það ekki i lagi.. Hvað er hægt að gera? Er þetta tvennt ábending um að þetta se ekki að ganga eða??

Sæll og til hamingju með hvort annað.

Það kemur að því í flestum samböndum að erfileikar á borð við þá sem þú nefnir geri vart við sig. Þegar tvær manneskju með ólíkan bakgrunn ákveða að deila lífi sínu saman er slíkt óhjákvæmilegt. Best væri að líta á þetta sem verkefni til að leysa í stað þess að falla fyrir þeirri hugmynd að hjónaband eigi að vera fullkomið, án erfiðleika og vandamála. Ég ráðlegg þér að ræða við eiginkonu þína um hvernig þér líður og hvort hún sé tilbúin til að þiggja aðstoð ef raunverulegur vandi er til staðar. Það eru til margir góðir hjónabandsráðgjafar, prestar eða félagsfræðingar sem geta aðstoðað ykkur. Einnig hin ýmsu námskeið sem gætu verið gagnleg t.d vegna fjármálavandans.

Gangi ykkur vel.