Varðandi pilluna

Sæl.
Ég er búin að vera á mercilon í langann tíma og tók pásu í viku og byrjaði aftur fyrir 5 dögum (er semsagt búin að taka hana í 5 daga). Ég byrjaði samt ekki á fyrsta degi blæðinga heldur tók ég hana nokkrum dögum eftir að blæðingum lauk. Ég hafði samfarir í gær, er hún örugg núna?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

samkvæmt fylgiseðli með lyfinu þá  þarf að nota auka getnaðarvörn fyrstu 7 dagana

„Fyrstu getnaðarvarnartöfluna skal taka á fyrsta degi tíðablæðinga. Mercilon virkar samstundis. Ekki
þarf að nota aðrar getnaðarvarnir. Ef óskir eru um að byrja á getnaðarvarnartöflunum á 2.-5. degi
blæðinga þarf að muna að nota auka getnaðarvörn (t.d. verjur, hettu eða aðra vörn) næstu 7 daga.“

Gangi þér vel