Varðandi ófrjósemi

Kvöldið, mig langar að láta skoða hvort ég sé ófrjósamur. Hjá hvernig lækni geri ég það og hvernig fer svoleiðis próf fram?

Kveðja

 

Sæll

Takk fyrir fyrirspurnina

Það er best að byrja á því að panta tíma í viðtal hjá IVF-klíníkinni (S: 430-4000) sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Þar skilar þú sýni sem verður svo metið af læknum m.t.t fjölda og virkni sæðisfrumna.

Gangi þér vel