Varðandi meðgöngu

Halló
Getur komið brún útferð lengi? Er komin 9 vikur

Sæl

Það er ekki óalgengt að vera með brúna útferð í byrjun meðgöngu og oftast er það  alveg meinlaust. Brún útferð er gömul blæðing sem er að hreinsast úr leginu. Ef það er ekki ferskt blóð og þú ert ekki með verki ættir þú að geta verið róleg en ræddu við ljósmóður ef þetta veldur þér áhyggjum, heldur áfram eða þú færð verki og það fer að koma ferskt blóð.

Gangi þér vel