Varđandi hægan hjartslátt

Sæl/ll.
Ég hef alltaf fylgst nokkuđ grant međ blóđþrýstingnum mínum því hann er frekar lágur. (50/95)

En þađ sem ég hef tekiđ eftir upp á síđkastiđ er hjartslátturinn. En hann virđist sjaldnast yfir 50 slög og yfirleitt à milli 43-47 sl.á mín.

Ég er tiltölulega heilsuhraust en engin íþróttaálfur. 23 ára kona. Ég hef einnig veriđ ađ finna fyrir syfju kulda og auknum náladofa eftir mikiđ þyngdartap. Er þetta eitthvađ til ađ hafa áhyggjur af og ætti ég ađ leita til læknis?

Sæl

Hægur púls er yfirleitt almennt jákvætt merki nema ef hann hraðar sér ekki við áreynslu. Hlauptu upp stiga og taktu púlsinn strax, ef hann er hraðari þá er þetta væntanlega ekkert til að hafa á hyggjur af.  Hins vegar eru hin einkennin mögulega eitthvað sem þú ættir að ræða um við lækni,Þú nefnir ekki hvort þyngdartapið sé viljandi eða ekki.  Of hratt þyngdartap getur verið líkamanum erfitt og jafnvel spillt heilsu, mögulega skortir þig einhver vítamín eða járn í kjölfarið.

Gangi þér vel