Varðandi gallsteina

Geta gallsteinar haldið áframm að vaxa eftir að gallblaðra hefur verið fjarlægð? og ef svo er hvar þá?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Gallsteinar geta komið í gallrásina eftir að blaðra hefur verið fjarlægð. Annað hvort hafa þeir verið til staðar áður en blaðaran var fjarlægð en eins geta þeir myndast í gallrásinni eftir að blaðran hefur verið fjarlægð. Ef þú ert með einkenni gallsteina skaltu leita til læknis svo hægt sé að bregðast við því.

Gangi þér vel.

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir
Hjúkrunarfræðingur