vantar upplýsingar um vasovagal kerfið í heild sinni?

spurningin er ef vasovagal kerfið er að stríða, hversvegna vinnur það ekki eðlilega og hvernig er hægt að fá það til að vinna eðlilega.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Þegar Vagus taugin verður fyrir skyndilegu áreiti þá setur það af stað atburðarás í líkamanum sem getur kallað fram allskyns einkenni. Slík einkenni eru m.a. kölluð vasovagal viðbrögð. Þessi viðbrögð hafa með miðtaugakerfi, úttaugakerfi og hjarta og æðakerfið að gera. Þegar slíkt gerist þá fellur blóðþrýstingur og það hægist skyndilega á hjartslætti, æðar í fótum víkka út, blóðþrýstingur fellur.  Allar þessar breytingar geta orðið til þess að það dregur blóðflæði til heilans og einstaklingur getur upplifað yfirliðatilfinningu og jafnvel lent í yfirliði. Það sem getur komið slíku viðbragði af stað er t.d. tilfinningalegt álag, ótti, áverki, hiti, verkir, langvarandi stöður o.fl.  Ég læt fylgja hér grein sem birtist á doktor.is um Vagus taugina til nánari útskýringa https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/flokkutaug.

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur