Vantar upplýsingar


Er forvitin hvort er til félag sjúklinga með Ssclerosis systemica M 34.0. á Islandi?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég get ekki fundið neinar upplýsingar um samtök sjúklinga með herslismein eða sclerosisis systemic á íslandi, en það eru til áhugahópar um aðra sjálfsofnæmissjúkdóma sem mögulega gætu gagnast þér. Upplýsingar um þessa hópa eru á heimasíðu Gigtarfélags Íslands og ég set hér með hlekk inn á þá síðu. Ég ráðlegg þér að hafa samband við Gigtarfélagið og fá frekari upplýsignar um þessa hópa og þar væri einnig hægt að fá upplýsignar um hvort það sé í umræðunni að stofna áhugahóp um herslismein og þá mögulega fá aðstoð við að setja í gang svoleiðis hóp.

Gangi þér vel