Vantar smá hjálp við svefntruflanir

Góðan daginn. Ég er að velta því fyrir mér hvað það er að, á nóttunni tala ég og tala um allt og ekkert, biblían er stutt hliðina á því sem ég tala um á nóttunn. Og við þetta held eg vöku fyrir kærasta mínum og vaknadauð þreytt a morgnana. En líka 2x á stuttum tíma hef ég öskrað upp úr svefni og vaknað við það því mig dreymir um það að það opnist eh og það komi mannvera á móti mér en þá vakna ég við öskrin í mér, og vakna alltaf jafn þreytt þegar ég fór að sofa. Ég gek í svefni þegar ég var yngri spilar það eh inn í þetta? Ég er orðin vel þreytt á  þessu er eh til við þessu, eg held vöku fyrir öllum sem eru í kringum mig og vakna jafnvel þreyttari! Kær kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Svefntruflanir eru margskonar og nokkuð algengar og ýmislegt sem hægt er að gera til að bæta líðan og gæði svefnsins

Ég vísa hér í áður birt svar við svefntruflun sem ég vona að koma þér að gangi. Eins vil ég benda þér á hugræna atferlismeðferð sem er í boði hjá Betri svefn og gæti mögulega gagnast þér