Vandamál í Pectoralis major hugsanlega

Góðan daginn.
Öðru hvoru þá er eins og eitthvað fari úr skorðum hjá mér undir viðbeininu. Þetta gerist bæði við internal rotation axlarliðs og einnig þegar ég t.d. geri armbeygjur. Það er eins og eitthvað fari úr skorðum og svo þarf ég að bíða og reyna að lyfta upp handleggnum og svo allt í einu fer þetta til baki. Fyrst þegar þetta gerðist hélt ég að ég hefði farið úr lið… en mér finnst staðsetningin ekki passa við neitt bein. Ekki mikill sársauki sem fylgir, en mjög óþægilegt.
Þetta er á svæði fyrir neðan viðbeinið, líklega efsti hluti Pectoralis Major. Getur verið að einhverjir vöðvaþræðir leggist vitlaust og skapi þessi óþægindi?
Ég lenti í mjög slæmu tilfelli um daginn þar sem ég fékk þetta mörgum sinnum í röð (var að gera asnalega hreyfingu… mikil internal rotation á öxl) og eftir það hefur þetta gerst ansi oft.

sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Vöðvarnir á þessu svæði tengjast allir út í öxl og mikilvægt er að koma í veg fyrir/fyrirbyggja skaða á öxl því hún er svo mikilvægur liður  og flókinn.  Meiðsl á öxl geta verið erfið viðureignar og  ráðlegg ég þér að láta skoða þetta.

Gangi þér vel