V/ VERKJA Í FÓTUM

KOMI ÞIÐ SÆL. Ég er kona sem er að verða 74.ára. Ég hef lengi verið slæm í fótonum,sérstaklega vinstri fæti.Hef verið og er með mikla fótóeyrð og er á lyfjum við því sem virka ágætlega. Það sem er mest að plaga mig og hefur gert í nokkuð mörg ár, er að ég fæ svo miklar kvalir í vinstri fóti ,þá yfirleitt í kálfann en stundum lærið,en sjaldnar. K álfinn verður grjót harður og ,oft gerist þettað í svefni,,en líka á daginn og þá er eins og sé kippt undan mér fótonum,og ég á erfitt með gang.Ég er með mikinn bjúg ,um ökkana ,þó meiri vinstri ,og og finn oft mikið til í honum ,á kvöldinn ,er ég verst,er mjög sárfætt og þoli illa alla skó.. ÉG fékk lömunar veikin sem barn rúmlega 2ja ára og lamaðis á báðum fótum og var á Landakoti í rúmt ár ,en þettað var 1944 sem ég veikist.Ég hef verið að tala um þetttað við lækna af og til ,hélt kanski að gæti verið innbyggðir æðahnútar,.Datt nú í hug um daginn þvagsýrugigt. .Langar að vita hvort einhver getur gefið mér ráð,og til hverra ég ætti að leita. Með þökkum.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Erfitt er að segja til um af hverju verkir stafa án frekari upplýsinga, nákvæmrar sjúkrasögu og hvaða lyf þú ert að taka.  Einnig þarf að skoða fæturnar nákvæmlega.

Verkir í fótum geta tengst beinum, liðum, sinum, sinaslíðrum, vöðvum, taugum eða æðakerfi.

 

Fjölmargt getur orsakað verki og önnur einkenni frá fótum s.s. bólgur í liðum sem dæmi þvagsýrugigt eða  skortur á steinefnum t.d. natríum, kalium og magnisíum.  Slíkt gerist oft hjá þeim sem eru á þvagræsilyfjum.  Sjúkdómar í bláæðum eða slæagæðum  s.s æðahnútar, æðakölkun og blóðtappar valda verkjum.

 

Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá heimilislækni og reyna markvisst að komast að því hvað er að valda þér þessum óþægindum.  Gott er að byrja á að taka blóðprufur m.a. gigtarprufur og söltin í blóðinu.  Einnig gæti verið ráð að útiloka blóðtappa og fá myndatöku á æðum eða ómskoðun og kanna blóðflæði æðanna. Ýmsar rannsóknir eru til og hægt að fikra sig áfram þar til ástæða einkenna finnst.

Gangi þér vel.