v. niðurgang

Ég er búin að vera með niðurgang núna í einhverja daga, þetta gverist reyndar líka þegar ég er bara með venjulegar hægðir, svo skeini ég mér eins og þarf, svo c.a. svona 10-15 mín seinna þá gerist eitthvað í rassinum á mér og það er þá eins og að ég hafi ekki skeint mér nógu vel eftir fyrst klósettferðina, og þá þarf ég yfirleitt að fara svona 2-3 á dag eftir þessa fyrstu ferð til þess að skeina mér aftur því að annars verð ég svo slæm og þá á ég erfiðara með að skeina mér næstu skiptin, og þegar það gerist, þá verð ég orðin svo slæm að það kemur alltaf eitthvað blóð þegar ég skeini mér, og þá ég orðið mun erfiðara með að geta setið á rassinum.

Þegar ég fór til heimilislæknis míns fyrir ekkert svo löngu síðan útaf þessu, þá hafði hann aldrei heyrt um svona vandamál, en benti mér á að prufa nota A+D kremið, sem og ég hef gert og það hefur hjálpað alveg eitthvað, en það græðir samt ekki allt þetta vandamál og allt búið, og ég veit ekkert hvað var að gerast.

Hvað get ég gert?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það hjálpar að nota mýksta klósettpappírinn,jafnvel bleyta aðeins í honum ef þú ert mjög aum. AD krem græðir og mýkir svo það er ágætt að halda áfram að nota það á meðan þú ert að jafna þig.Það getur verið eðlilegt að einhverjar hægðir verði eftir neðst í endaþarminum eftir losun sem smita aðeins út.  Ef þetta er vandamál sem háir þér áfram eða versnar getur þú leitað til meltingalæknis sem getur skoðað hvort endaþarmsvöðvinn virkar eðlilega.

 

Gangi þér vel