Útþaninn magi

Komiði sæl mig langar að vita ég er alltaf með útþaninn maga og mikinn niðurgang nánast því á hverjum morgni getur þetta verið teingt einhverjum mat sem ég borða eða hvað getu valdið þessari útþennslu ég er ekki há í lofti en mjög þúng miðað við hæð mína .Mér líður alveg ferlega illa með þetta hvaða ráð er til við þessu.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru allar líkur á að þessi einkenni tengist meltingunni þinni á einhvern hátt, hvort heldur það sé mataræðið, meltingarfærin sjálf eða samvirkandi þættir beggja sem orsaka þessi einkenni. Það er býsna margt sem þú getur reynt að gera, skoða mjólkurmat, glútein eða þarmaflóruna en passaðu að prufa bara eitt í einu og gefa því séns  í amk  10 daga.

Mögulega myndi gagnast þér vel  að fá tíma hjá  næringarfræðingi sem myndi skoða þetta með þér heildrænt.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur