Útsköfun á legi

sæl/sæll
Er með smá fyrirspurn.
Þannig er mál með vexti að ég hætti á blæðingum fyrir 2 til 3 árum, fór á hormón, femarelle ( eitthvað í þá áttina) vegna hitakasta. Í enda september fæ ég heiftarlega verki og krampa og byrja á blæðinum, sem standa meira eða minna í nokkrun tíma, ég fer til læknis og svo í útsköfun og skipt um hormón í Activelle, og það eru 3 vikur síðan, hef verið með einhverja verki síðan, ekki mikla en alltaf fundið eitthvað , svo um helgina þá aukast þeir til muna og blæðingar byrja í gær af fullum krafti. Er búin að reyna að ná í lækirinn sem ég var hjá en ekki svar fengið ennþá, er þetta eðlilegt? Ef ekki hvað er þá í gangi?
kv.
Jóhanna

 

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þú hefur ekki enn talað við þinn lækni og finnur enn fyrir einkennum skaltu leita á heilsugæsluna þína.

 

Gangi þér vel