Útferð

Góðan daginn, ég er komin 5v2d og ég er búin að vera með verki í legi, er það eðlilegt?
Svo núna er ég byrjuð að fá rauðleidda útferð. Er það tákn um fósturmissi eða er þetta eðlilegt ?

Fyrirfram þakkir.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta getur verið eðlilegt en ég ráðlegg þér samt að vera í sambandi við ljósmóður á heilsugæslunni sem getur fylgt þér eftir.

 

Gangi þér vel