Útbrot sem koma og fara

Góðan daginn,

Ég hef undanfarin ár verið að fá á nokkra mánaða fresti útbrot á húðina á framhandleggjum og fótleggjum. Útbrotin lýsa sér í einskonar smárabreiðum á húðinni sem eru frá 0.5 uppí 2cm stórar og hringlaga. Útbrotin koma skýndilega, klæja ekki mikið, en eru svo farin sporlaust á nokkrum kllukkutímum. Svo gerist þetta aftur. Mjög skrítið. Þau virðast tengjast líkamlegu álagi að einhverju leyti.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þekkt er að streita og álag geti valdið útbrotum. Ég hvet þig eindregið til að láta skoða þetta hjá heimilislækni eða húðsjúkdómafræðing.

Gangi þér vel