Útbrot og gyllinæð

Èg fèkk gyllinæð og meðan á henni stóð fóru að myndast útbrot í kringum svæðið og inn á annan skapabarminn. Það er komnir 2 mánuðir síðan þetta byrjaði að myndast, er þetta eðlilegt og er eitthvað sem hægt er að gera í þessu?

 

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina

Helstu einkenni þess að vera með gyllinæð eru

  • Óþægindi og sársauki í endaþarmi
  • Kláði í endaþarmi
  • Þreifanlegur hnútur í eða við endaþarm
  • Hægðalosunarþörf sem verður vegna fyrirferðar í endaþarminum
  • Fersk blæðingar frá endaþarmi, sést ýmist á pappír þegar endaþarmurinn er þrifinn eða utan á hægðum.

Ef þú ert með kláða með þessum útbrotum þá er möguleiki að þú sért með vandamál sem kallast ,,pruritis ani“ sem kemur stundum í kjölfar gyllinæðar og einkennist meðal annars af útbrotum, kláða og óþægindum við endaþarm. En slíkt þarf að meta hjá lækni og ráðlegg ég þér að leita til kvensjúkdómalæknis til að skoða þetta nánar og útiloka aðra sjúkdóma.

 

Gangi þér vel