Útbrot

Góðan daginn.

 

Ég er með eina stelpu sem er 6 ára, það er búið að segja við mig að hún sé með ristil, er semsagt með útbrot eins og hlaupabóla.

Það er eitt sem að eg er að spá, má hún fara í skólann? Er þetta mikið smitandi?  Er með einn sem er að verða 2 ára og a eftir að fá hlaupabóluna, ætli hann fái hlaupaboluna núna ?

 

Kveðja

 

Sæl/Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ristill er endurvakning á hlaupabóluveirunni og er smitandi á þann hátt að hún getur valdið hlaupabólu hjá þeim sem ekki hafa fengið hlaupabólu. Sár eða útbrot eru því smitandi og bein snerting er nauðsynleg til smits.

Ef mikill samgangur er á milli barna þinna getur verið að yngra barnið smitist af hlaupabólu.

Sömu viðmið gilda um ristil og hlaupabólu, vegna smithættu þurfa börn að vera heima þar til hætt er að vessa úr sárum, þau orðin þurr og hrúður farið að myndast.

Bendi á góðar upplýsingar um ristil hér á doktor.is