Útbrot

Góðan daginn. Móðir mín sem er 73 ára hefur nýverið fengið útbrot út um allan líkamann. Hún er í meðferð vegna þessa. Læknarnir segja að það sé vegna of mikillar fitu í húð. Mig langar mikið til að vita hvernig svona byrjar? Hvort mataræði hafi t.d eithvað að gera með þetta.

Með fyrirfram þökk

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég get ekki svarað þessu þar sem ég veit ekki hvaða sjúkdóm verið er að ræða um.  Almennt er það svo að mataræði hefur áhrif á líkamann allann og þar með talið húðina.  En það er margt annað sem spilar inní svo sem hormónar og erfðir, ýmsir sjúkdómar og jafnvel lyf. Ég ráðlegg þér að fá betri upplýsingar hjá lækninum hennar.

Gangi þér vel