Útbrot

Einu sinni til tvisvar á ári fæ ég rauð hringlaga útbrot með venjulegri húð í miðjunni, þau koma aðalega fram á fótleggjum, lærum, mjaðmasvæði, rassi og neðarlega á maganum, það er enginn kláði sem fylgir og þau virðast ekki smita út frá sér og hverfa eftir mislangan tíma. Hins vegar birtast þau alltaf aftur og aftur með góðu tímabili á milli og get ég ekki tengt þau við neitt sérstakt.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ómögulegt að greina hvað er á ferðinni nema að láta lækni  skoða útbrotin. Mögulega er þetta exem, einhver sýking eða eitthvað allt annað.

Láttu skoða þetta svo þú fáir viðeigandi meðferð ef þörf er á.