Utan að landi

Góðan daginn
Hvernig er það, ég er utan að landi en bý í Reykjavík á meðan ég er í námi (ekki með lögheimili þar) og er því ekki skráður á neina heilsugæslustöð. Ég þarf að tala við heimilislækni, hvert get ég farið? Læknavaktin er væntanlega bara fyrir tilvik sem þola ekki bið?
Með fyrirfram þökk.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú getur sótt þjónustu til næstu heilsugæslustöðvar Reykjavíkur þó lögheimilið sé úti á landi,bæði á dagvinnutíma og síðdegisvaktina. Ég held að flestar heilsugæslustöðvarnar taki á móti öllum þeim sem hafa búsetu í viðkomandi hverfi.  Læknavaktin er einnig opin fyrir alla,hvort sem erindi er brýnt eða ekki.

 

Gangi þér vel.