Úr barneign

Góðan dag
Hvenær á tíma breytingaskeiðsins má gera ráð fyrir að kona sé orðin ófrjó?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Á breytingaskeiðinu verða blæðingar óreglulegar og egglos verður sjaldnar. Þó að blæðingar breytist og egglos verði sjaldnar þarf áfram að nota öruggar getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir þungun. Talað er um að breytingaskeiðið sé yfirstaðið þegar blæðingar hafa ekki orðið í eitt ár og þá er konan komin í tíðarhvörf og orðin ófrjó. Það er mjög misjafnt á milli kvenna á hvaða aldri þessar breytingar verða og hversu langan tíma þær taka.

Best er að ráðfæra sig við kvensjúkdómalækni um hvenær er óhætt að hætta að nota getnaðarvarnir.

Gangi þér vel