Uppsafnaðar hægðir

Ég er búinn að vera svo íllt í maganum og á það til að safna hægðum hvað er til ráða nfyrir utan það að ég er að taka magnesium medica og er líka búinn að nota mikrolags en mér finnst það ekki virka hvað er til ráða

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það skiptir miklu máli að borða trefjaríka fæðu og hreyfa sig reglulega. Það skiptir einnig miklu máli að drekka vel, 8-10 glös af vatni á dag hið minnsta. Heitir drykkir eins og kaffi, te og heitt vatn geta hjálpað til. Það getur einnig hjálpað til að borða þurrkaða ávexti eins og sveskjur, döðlur og apríkósur.

Það sem ber að forðast er sykur, kökur og fínt brauð. Einnig geta unnar matvörur og skyndibiti valdið tregðu.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur