Upplýsingar varðandi HIV

Sælir,

Fyrir stuttu svaf ég hjá stúlku sem var mjög virk – þegar það kom að kynlífi.

 Ég var mjög heimskur og notaði ekki smokk þegar við sváfum saman.

 Ég fer í prufu eftir mánuð – eftir þessa heimsku – .

 Samt sem áður vantar mig upplýsingar um hver áhættan sé að fá HIV hérna á Íslandi? – og hverjar líkurnar eru almennt að fá HIV, t.d. ef ég hef samfarir við stúlku „ef“ hún er smituð.

 Virðingarfyllast,

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Fyrsta mál er að komast að því hvort bólfélaginn sé smituð af HIV. Ef ekki þá eru líkurnar á að hún smiti þig engar.  HIV smitast með vessum sem þurfa að komast í snertingu við blóð.  Ég hvet þig til þess að  afla þér  frekari upplýsinga á vef HIV samtakanna og hjá Landlæknisembættinu

Gangi þér vel