Uppkast

Ég á erfitt með að halda niðri mat ef ég byrja að kúgast og geri það við það minnsta. Ég æli við að hósta, fynn slæma lykt og byrja að kúgast og er í mestu erfiðleikum að halda ælunni niðri. Þetta byrjaði þegar ég fékk asmatíska berkjabólgu og er búið að vera svona í næstum 3 ár. Svo getur enginn læknir gefur mér ráð sem virka

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru engin töfraráð við þessum einkennum hjá þér en best væri fyrir þig að fara beint til meltingalæknis sem geta skoðað þig betur og útilokað bakflæði eða bólgu við magaopið eða vélinda.

 

Gangi þér vel