Ungabarn til Thailands?

Sæl
Ég ásamt stórfjölskyldunni erum að fara til Thailands um miðjan desember næstkomandi. Ég var að komast að því að ég væri þunguð og samkvæmt öllu ætti barnið að fæðast í byrjun október. Er í lagi að fara með svona ungt barn til Thailands?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru engar bólusetningar farnar af stað hjá svona litlu barni, en öllu fólki er ráðlagt að láta bólusetja sig fyrir ferðalög til Thailands. Varnir barnsins væru því engar í ferðalaginu. Ég mæli eindregið með því að þú nefnir þetta við heimilislækni og ljósmóður þína.

Gangi þér vel