Ung dóttir með áhyggjur af þyngd sinni, hvað er til ráða?

Sæl
Ég á 8 ára dóttur sem tjáði mér í kvöld að hún vildi ekki fara í sund í skólanum vegna þess að henni liði illa á sundbolnum einum fata, vegna þess að hún væri með svo stór læri og maga. Þessu náði ég upp úr henni eftir langt samtal.
Hún er um 131 á hæð og um 34 -35 kg. Hún var fyrir rúmu ári síðan 127 og um 24-25 kg, svo hún hefur verið að þyngjast þetta síðasta ár en ég veit ekki hvað veldur. Hún er á sama mataræði og áður sem inniheldur grænmeti, ávexti, hnetur, kjöt, fisk og annan heimilismat. Hún er að vísu mikið fyrir sætindi og ís, þannig að kex og sæta brauð er yfirleitt ekki í boði nema eitthvað sérstakt sé í gangi og nammi dagur er einu sinni í viku og reynt að takmarka magnið. Hún er hreyfir sig mikið og er mikið úti við þó hún se ekki að stunda Íþróttir utan skóla eins og er. Hún hefur reynt við hinar og þessar Íþróttir en ekki haldist að neinu þar sem henni líður illa í fjölmenni sérstaklega ef einhver ókunnugur er í hópnum.

Hvert er best að leita eftir ráðum og aðstoð til að fara skipuleggja mataræðið betur?
Og til að fá aðstoð vegna þess hversu kvíðin og áhyggufull hún verður yfir smámunum eða bara tilhugsuninni um eitthvað?
Það er t.d. erfitt að koma henni til læknis, tannlæknis eða nokkurs sem henni finnst fara of nærri sér án þess að hún skjálfi, tárist, haldi fast í mig og kreisti mig eða neiti að fara út úr húsi, þegar henni er sagt hvert ferðinni er heitið.

Það er mikið um skjaldkirtils-sjúkdóma í ætt pabba hennar, er mögulegt skjaldkirtilssjúkdómur sé orsökin á skyndilegri þyngdaraukningu hjá barni?

Með fyrirfram þökk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Á lýsingu þinni virðist kvíði vera  aðal vandamálið sem þið þyrftuð að fá aðstoð með, Þið getið leitað til barnalæknis sem getur skoðað hvort um þyngdaraukningin sé ekki bara eðlileg og um leið fengið leiðbeiningar og aðstoð með kvíðann. Mögulega gæti viðtal hjá sálfræðingi líka hjálpað henni að takast á við þessa vanlíðan og um leið eflt sjálfstraustið hennar.

Gangi ykkur vel