Undarlegir verkir – hvað er til ráða?

Hæhæ,

Ég ætlaði að spyrja ykkur, og vona innilega að þið getið hjálpað.

Kærasti minn er semsagt búin að vera með bakverki í ca. 1 og hálfan mánuð núna. Við höldum að það hafi byrjað sem þursabit en síðan fór verkurinn/bólgan (eða hvað sem þetta er ) að fara neðar semsagt í vinstri rassakinn og er núna kominn neðar í vinstri fótinn, og er þetta ástand bara búið að vera vinstra meginn.

Við fórum á Læknavaktina og þar sagði læknirinn að þetta væri taugaklemma og skrifaði uppá fyrir hann Íbúfen töflur og ef hann væri ekki búin að lagast eftir viku þá ætti hann að fara aftur til læknis.

Við fórum svo á bráðamóttökuna í þar síðustu viku og þar var hann skoðaður þar sem hann var ekkert að lagast af þessum verkjum. Ekkert vandamál með hægðir eða þvaglosun. Læknirinn sagði að þetta væri allavegana ekki brjósklos, heldur bara bakverkir, hann á bara að fara til sjúkraþjálfara, síðan skrifaði læknirinn bara uppá verkjalyf (Íbúfen, Parkódín og Parkódín Forte, þannig hann er búin að vera ansi dópaður).

Verkjalyfin hafa bara ALLS ekki slegið á verkina hjá honum nema bara bælt þá pínu niður, en hann er ekkert að lagast.

hann hefur almennt verið heilsuhraustur og hann er vanalega mjög fljótur að ná sér úr svona verkjum og veikindum. Hann hefur aldrei verið veikur fyrir í bakinu eða verið með einhverja langvinna sjúkdóma.

Við erum virkilega orðin þreytt á þessu, þar sem þetta er að hafa mikil áhrif á mætingu í vinnu hjá honum.

Hann er búin að vera að fara í sund að synda og fara í heita pottinn, og fara eftir öllum þeim ráðum sem þessir tveir læknar hafa ráðlagt honum, en ekkert breytist.

Hvert ættum við að leita eiginlega??

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Verkir í baki af því tagi sem þú lýsir stafa venjulega af bólgum og það getur tekið langann tíma að ná þeim niður. Bólgueyðandi lyf (íbúfen og voltaren) þarf venjulega að taka í svolítinn tíma og nota hita (heitir bakstrar, sturta, heitur pottur) og vera svo á rólegu rölti. Venjulega er ekki gott fyrir baksjúkling að synda nema að það sé baksund. Ég set hér tengil á gott hefti með leiðbeiningum og ráðum sem gagnast hefur mörgum en vil hvetja ykkur til þess að leita aðstoðar hjá sjúkraþjálfa til þess að fá aðstoð við að byggja upp vöðvana í kring og styrkja bakið.

Gangi ykkur vel