Undanþágulyf Diazepam

Hæ,
Ég hef verið í niðurtröppun á Stesolid og nýlega hef ég fengið Diazepam Crescent vegna þess að Stesolid 2mg er ekki til. Eftir að hafa skipt á milli framleiðanda hef ég verið að finna fyrir miklum aukaverkunum eins og ógleði og verki í líkamanum. Gæti þetta verið vegna þess að ég skipti um framleiðanda? Taka skal fram að ég var að taka sama skammt af Stesolid og ég tek núna af Diazepam Crescent.

Bestu kveðjur.

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Í sumum tilfellum þá geta einstaklingar fundið fyrir einkennum þegar þeir skipta um framleiðanda eða taka samheita lyf. Ég vil þó ekki fullyrða að það sé ástæðan. Ég myndi ráðleggja þér að heyra í lækni og ræða málin við hann.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur