Tvítug með eyrnabólgu?

Sæl. Ég er að verða tvítug og mér finnst ég vera að fá „eyrnabólgu“ i annað eyrað!! Rosalega vont og óþægilegt eins og það sé mikið vatn inní eyranu og ég finn að ég er bólginn i eyranu.. Líka þegar ég held fyrir hitt eyrað þá finnst mér ég heyra minna.. En heyri samt alveg hvað er verið að segja… Bara aðeins minna, og stundum er eins og það leki vatn úr þvi… Hvað getur þetta verið? Var einu sinni með sár  i eyranu og það blæddi oft úr þvi og alveg inni eyrað, svo er ég búin að vera mjög kvefuð og slöpp undanfarið…

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Fullorðnir geta fengið eyrnabólgu rétt eins og börn, ekki síst þegar þeir eru með kvef eða hálsbólgu. Oftast gengur hún yfir af sjálfu sér og sjaldnast þörf á sýklalyfjameðferð en þó getur það gerst.

Ef þú ert ennþá með hlustaverk, hita og eins ef það lekur úr eyranu skaltu láta skoða eyrað og fá mat á því hvort ástæða sé til þess að hefja sýklalyfjameðeferð eða ekki.

Gangi þér vel