Túrverkir og blæðingar

Ég hef alltaf haft mjög óreglulegar blæðingar og stundum líða jafnvel margir mánuðir á milli. Þrátt fyrir að blæðingarnar hafi alltaf verið óreglulegar þá standa þær yfirleitt yfir í nokkuð eðlilegan tíma (en blæðir þó nokkuð mikið) en ég hef alla tíð verið mjög þjáð af túrverkjum. Ég fór á blæðingar í desember 2014 með tilheyrandi túrverkjum og svo liðu margir mánuðir, réttara sagt ca. 9 mánuðir. Núna fyrir rúmri viku síðan fór að koma aðeins brúnleit útferð, svo útferð með smá blóði í og svo fór að blæða fyrir nokkrum dögum. Það blæðir þó miklu minna en hefur gert auk þess sem ég finn ekki fyrir neinum verkjum sem mér þykir mjög óvenjulegt. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Að öllum líkindum er þetta ekkert til þess að hafa áhyggjur af en þú ættir að athuga með þungunarpróf svona til öryggis. Ef þú hefur áhygjur eða þér finnst blæðingarnar óeðlilegar skaltu ráðfæra þig við lækni.

Gangi þér vel