Tungan er svört

Er búin að vera með flensu, með slæmt kvef og skútabólgu fékk Amoxicillin Mylan 750mg. Hef verið með munn þurk og núna er tungan með mjög dökkt svæði.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þessi einkenni komu fram eftir að þú byrjaðir á sýklalyfinu skaltu hætta töku þess og hafa strax samband við þinn lækni sem ákveður hvort einkenni tengist töku lyfsins eða hvort óhætt er að klára skammtinn.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur