Tunga rauð og aum

Góðan daginn.
Ég er með smá vandamál. Fyrir nokkrum vikum fór tungan mín að verða aum, rauð og stundum þrútin. Mig svíður undan tannkreminu og finnst vont að borða heitan mat. Hef alltaf verið sólgin í sterkan mat en get það ekki lengur. Og það er einhver nabbi á tungunni líka ásamt munnangri innan í munninum. Mér finnst líka dálítið erfitt að kyngja, svona eins og kyngingarviðbragðið hafi minnkað.
Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af eða kannski bara munnangur sem hægt er að kaupa lyf fyrir?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Mögulega getur verið um sveppasýkingu að ræða og það er til lyf við því en það þarftu að fá hjá lækni.

Hafðu sambans við heimilislækni til að fá nánari skoðun og mat á því hvað er að valda þessu og hvað sé til ráða.