Tréflís í fingri

Er með flís í fingri, þumalfingri og er búin að taka sýklakúr, en það virðist eins og fingurinn sé að roðna og bólgna núna. Hvað er til ráða.
Hef áhyggjur að þurfa inngrip í þetta.
Bestu kveðjur

Sæl Edda og takk fyrir fyrirspurnina

Miðað við lýsingar þínar er ekki ósennilegt að það sé að myndast sýking (þó svo að þú sér nýlega hætt á sýklalyfjum) en helstu einkenni sýkingar eru hiti, roði, bólga og eymsli/verkir.

Það er engin leið að meta þetta gegnum netið því ráðlegg ég þér að láta lækni skoða fingurinn sem fyrst.

Gangi þér vel,

Kveðja Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur