tognun í nára

ég er buinn að vera með verk þegar að ég sparka fast í bolta á fótboltaæfingum ég botnaði fyrir 4 mánuðum um það bil og er ekkert búinn að geta æft síðan ég brotnaði ég hef reynt að æfa í 1 mánuð en þegar ég sparka kemur alltaf verkur í nárann og efst í mjöðmina og þarf að kvíla og ég er búinn að kvíla í viku og ekkert hefur þetta lagast hvað á ég að gera á ég bara að byrja að æfa aftur og vera alltaf að drepast í náranum eða á ég að fara til læknis?

 

Sæll.

Það getur tekið tíma að jafna sig eftir slíkt beinbrot og vinna upp vöðvana aftur. Líklegast þarft að fara hægar af stað og gera jafnframt styrktaræfingar. Ráðfærðu þig við lækni og það getur verið að hann vilji vísa þér til sjúkraþjálfa sem hjálpar þér með réttar styrktaræfingar .

 

Gangi þér vel