Kláði og erting í nára

Daginn , kláði í kringum endaþarm og eistu svona eins og mikill bruni eða svo.. kallast það Jock Itch

hvað er best að gera í þeim malum ? Krem eða eitthvað annað ?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef um Jocks itch er að ræða  (ég finn ekkert gott íslenskt nafn á þetta) þá orsakast það af ertingu í húð á nárasvæðinu  og sveppasýking getur komið í kjölfarið því hann þrífst vel í hita, myrkri og raka.  Núningur á  þessu svæði (t.a.m. við íþróttaiðkun) getur ert húðina og gert hana auma og viðkvæma og þannig nær sveppasýkingin sér á strik, sérstaklega ef menn eru í svitablautum fötum.

Helstu ráð við þessu vandamáli eru:

Haltu húðinni hreinni og þurri á þessu svæði

Forðastu þröng föt og föt sem geta ert húðina

Þvoðu íþróttafatnað eftir hverja æfingu

Krem við sveppasýkingu  fást í lyfjaverslunum án lyfseðils.

Yfirleitt ganga einkennin tilbaka á 2 vikum ef þú ferð eftir þessu.

Þú skalt leita til læknis ef einkennin standa lengur en 2 vikur, eru mjög svæsin, versna eða eru að koma upp aftur og aftur.

Gangi þér vel