tilfinningaleysi í læri

Góðan dag,

Ég er núna búin að vera tilfinningalaus í húð á ytra læri ( bara öðru læri) í 5 daga. Hvað getur verið að ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Dofi eða skert tilfinning stafar oftast  af truflun á taugaboðum út í húðina. Það er ýmislegt sem getur valdið því svosem    skert blóðflæði til dæmis eftir bólgur eða mar. Sjaldnast lýsa alvarlegir taugasjúkdómar sér með þessum hætti en ef þetta gengur ekki yfir, eykst  eða þú verður var/vör við frekari einkenni skaltu leita læknis.

Gangi þér vel